Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,52% í gær, en áfram var lokað fyrir viðskipti með bréf fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni. Lokagildi vísitölunnar var 3.043,77 stig.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,52% í gær, en áfram var lokað fyrir viðskipti með bréf fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni. Lokagildi vísitölunnar var 3.043,77 stig.

Ekkert félag hækkaði í verði í viðskiptum gærdagsins, en gengi Bréfa Eikar banka lækkaði um 24,05%, Atlantic Petroleum um 11,26% og Bakkavör um 10,99%.

Heildarvelta í Kauphöllinni nam 36,5 milljörðum króna, en velta með hlutabréf var með allra minnsta móti. Nam hún aðeins 350 milljónum króna.

Mest var veltan með bréf Marels, eða 124,5 milljónir og þá nam velta með bréf Össurar 113,8 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan um mitt ár 2004.