Stærsti bílaframleiðandi Írans hyggst á næsta ári hefja sölu bíls sem er hannaður sérstaklega með þarfir kvenna í huga.

Stærsti bílaframleiðandi Írans hyggst á næsta ári hefja sölu bíls sem er hannaður sérstaklega með þarfir kvenna í huga. Meðal þess sem þykir henta kvenmönnum sérstaklega vel er sjálfskipting, leiðsögukerfi og tjakkur sem er sérhannaður til að auðvelt sé að skipta um dekk.

Vahid Najafi, sölustjóri framleiðandans Iran Khodro, býst við að bíllinn verði vinsæll. „Þarfir kvenna og karla eru ólíkar,“ segir hann. „Konur fara til dæmis í búðir og fara með börn í skóla. Þessi bíll mun líta öðruvísi út en aðrir bílar. Hann verður fallegri. Glaðlegir og aðlaðandi litir verða notaðir – til dæmis rauður. Það sem skiptir konur máli er að bíllinn sé þægilegur og láti vel að stjórn.“ andresingi@24stundir.is