FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsins náðu á fundi sínum í Lúxemborg í gær samkomulagi um 50 þúsund evra (tæplega 8 milljóna kr.) innlánstryggingarfjárhæð sem á að gilda í öllum aðildarríkjunum.

FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusambandsins náðu á fundi sínum í Lúxemborg í gær samkomulagi um 50 þúsund evra (tæplega 8 milljóna kr.) innlánstryggingarfjárhæð sem á að gilda í öllum aðildarríkjunum. Þetta er sú fjárhæð sem innlánseigendur munu geta fengið greidda fari viðskiptabankar þeirra í þrot, en er einungis helmingur þeirrar fjárhæðar sem ýmsir ráðherrar vildu í von um slíkt gæti slegið á óróa á mörkuðum. Ráðherrarnir hétu því að vinna að því að efla samvinnuna yfir landamærin til að mæta bankakreppunni og sögðu í yfirlýsingu: „Lausafjárstreymi fjármálakerfisins verður tryggt af hálfu allra yfirvalda til að viðhalda trausti og stöðugleika,“ að því er fram kom á vef The Independent í gær. gummi@mbl.is