Emma lætur fara vel um sig Heimiliskötturinn litfagri er orðin sjö ára og Pála segir hana vera einkar vel haldna.
Emma lætur fara vel um sig Heimiliskötturinn litfagri er orðin sjö ára og Pála segir hana vera einkar vel haldna. — 24stundir/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri í Borgarleikhúsinu, hefur í nógu að snúast þessa dagana við undirbúning sýninga á leikritinu Fólkinu í blokkinni sem verður frumsýnt þann 10. október næstkomandi.

Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri í Borgarleikhúsinu, hefur í nógu að snúast þessa dagana við undirbúning sýninga á leikritinu Fólkinu í blokkinni sem verður frumsýnt þann 10. október næstkomandi. Hún gefur sér þó tíma til að bjóða blaðamanni í heimsókn á vinalegt heimili sitt á Njarðargötunni í Reykjavík.

Pála er uppalin á Kópaskeri og fluttist til Reykjavíkur um tvítugt. Áður en hún hóf störf í Borgarleikhúsinu bjó hún í Englandi í nokkur ár þar sem hún stundaði nám í Bristol Old Wick Theater School og starfaði við eitt virtasta leikhús landsins, Royal Exchange.

„Ég kann vel við mig í miðbænum því hér ríkir einhver þorpsbragur sem á vel við mig,“ segir Pála. „Mér þykir líka vænt um þetta hús og hér ríkir góður andi.“

Pála segist litla áherslu setja á innréttingar og húsgögn á heimili sínu. „Þegar ég bjó úti skynjaði ég að íbúum finnast hús og hlutir ekki skipta miklu máli. Heimilið, heimilislífið og andinn skiptir meira máli,“ segir Pála. „Ég held ég hafi tileinkað mér þann hugsunarhátt enda sést það líklegast. Hér er fjörutíu ára gamall sófi og ég hef ekki hugmynd um hvað eldhúsinnréttingin er gömul, hef ekki einu sinni leitt hugann að því að skipta, bæta og breyta. Þetta skiptir mig engu máli.“