Ólympíumótið Íslendingar taka nú um stundir þátt í ólympíumótinu. Tvö lið fóru til keppni, þ.e. opinn flokkur og unglingaflokkur. Báðum liðum gengur vel en fylgjast má með gangi mála á bridge.is.

Ólympíumótið

Íslendingar taka nú um stundir þátt í ólympíumótinu. Tvö lið fóru til keppni, þ.e. opinn flokkur og unglingaflokkur. Báðum liðum gengur vel en fylgjast má með gangi mála á bridge.is.

Íslandsmót kvenna um helgina

Íslandsmót kvenna í tvímenningi verður spilað um helgina. Spilað verður föstudagskvöldið 10. okt. og hefst spilamennska kl. 19. Laugardaginn 11. okt. hefst spilamennska kl. 11. Hægt er að skrá sig í síma 587-9360 og á heimasíðu BSÍ.

Bridsfélag Hafnarfjarðar

Mánudaginn 6. október var spilaður mitchell-tvímenningur á sjö borðum og er greinilegt að kvenfólkið er komið í „gírinn“ fyrir Íslandsmót kvenna um helgina því konur leiddu í báðum riðlum allt kvöldið, nema hvað tveimur körlum tókst að ná efsta sætinu í A-V í síðustu slögunum.

Helstu úrslit urðu í N-S

Hulda Hjálmarsd. - Guðný Guðjónsd. 191

Hermann Friðrikss. - Hjálmar Pálsson 179

Sigurjón Harðars. - Haukur A. Árnason 178

A-V

Friðþjófur Einars. - Guðbr. Sigurbergs. 196

Kristín Þórarinsd. - Helga Bergmann 190

Dröfn Guðmundsd. - Hrund Einarsd. 175

Mánudaginn 13. okt. hefst tvímenningskeppni og verður spilaður

þriggja kvölda barómeter sem er mjög skemmtilegt keppnisform.

Veitingastaðurinn A. Hansen mun gefa vegleg verðlaun og eru þeir sem ekki eru þegar skráðir beðnir að hafa samband við Erlu, s. 659-3013 eða Þórð, s. 862-1794 fyrir kl. 18.00 mánud. 13. okt. Spilamennska hefst kl. 19 í Hraunseli, Flatahrauni 3.

Gullsmárabrids

Spilað var á 10 borðum sl.mánudag 6. október. Úrslit í N/S

Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 207

Haukur Guðbjartss. – Jón Jóhannss. 187

Dóra Friðleifsd. – Heiður Gestsd. 178

A/V

Elís Kristjánss. – Páll Ólason 201

Ragnh. Gunnarsd. – Haukur Guðmss. 198

Einar Kristinss. – Halldór Heiðar 188