Þrátt fyrir mikla óvissu um verðþróun lækkuðu nokkrir heildsalar verð strax í gær. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, stærsti íslenski heildsalinn í mat- og smávöru, lækkar verð af innfluttri vöru um 6-9%, sem er fimmtánda verðbreytingin á þessu ári.
Þrátt fyrir mikla óvissu um verðþróun lækkuðu nokkrir heildsalar verð strax í gær. Ölgerðin Egill Skallagrímsson, stærsti íslenski heildsalinn í mat- og smávöru, lækkar verð af innfluttri vöru um 6-9%, sem er fimmtánda verðbreytingin á þessu ári. Pétur Þorgrímsson, aðstoðarforstjóri, segir alla verða að leggjast á eitt til að hamla verðbólgu, þó gengið sé ekki fast í hendi. „Við treystum því að við fáum gjaldeyrinn á því verði sem Seðlabankinn gaf út í [gær].“ hs