Hálfdan Ármann Björnsson yrkir um lán og skuldir: Hafði lán til að standast stuld, stórum lánum hlaðinn. Fékk því lán til að skella í skuld, skuldaði lán í staðinn.

Hálfdan Ármann Björnsson yrkir um lán og skuldir:

Hafði lán til að standast stuld,

stórum lánum hlaðinn.

Fékk því lán til að skella í skuld,

skuldaði lán í staðinn.

Jón Gissurarson segir alltaf gott að vera lánsamur og hafa lánstraust:

Gott er mjög „að standast stuld“

það stóru láni tengist,

þó að bætist skuld við skuld

og skuldahalinn lengist.

Og hann bætir við:

Mér er ekki lífið leitt

lands í kreppu tali.

Lánið mitt er löngu greitt

og lítill skuldahali.

Rúnar Kristjánsson orti þegar Kaupþingi bættist nýr fjárfestir:

Á einum stað er enginn halli,

áfram rúlla teningar.

Inn þar streyma í eignarfalli

arabískir peningar!