RÚMLEGA 6.500 sjónvarpsrásir eru í löndum Evrópusambandsins og þeim tveimur ríkjum, sem vonast eftir aðild, í Króatíu og Tyrklandi. Kemur það fram hjá EAO, evrópskri stofnun, sem fylgist með ljósvakamiðlunum.
Í löndunum 29 eru sjónvarpsrásirnar langflestar í Bretlandi, 883, en síðan kemur Þýskaland með 300, Ítalía 284, Frakkland 252 og Spánn 199. Svíþjóð er í sjöunda sæti með 136 og Tyrkland í því áttunda með 132. Fæstar eru rásirnar á Írlandi og í Lettlandi, 14 í hvoru.
Skýringin á fjöldanum í Bretlandi er sú, að þar er mikið um svokallaðar þemarásir, sem takmarkast við ákveðið efni, til dæmis matargerð, fasteignir og veiðar. Alls er um að ræða 333 rásir sem sýna kvikmyndir og 324 íþróttarásir. svs@mbl.is