Hvað gengur og gengur en færist þó aldrei úr stað?
Svar: Maður á hlaupabretti.
Böðullinn: „Einhver síðasta ósk?“
Fanginn: „Já, má ég syngja lag?“
Böðullinn: „Já, en bara eitt.“
Fanginn: „Tíu milljón grænar flöskur standa uppi á vegg...“
Einu sinni var páfagaukur sem borðaði bara tekex. Einn daginn kláraðist tekexið og þá fór páfagaukurinn út í búð. Hann spurði afgreiðslumanninn: „Áttu kex?“
„Nei,“ sagði maðurinn. Páfagaukurinn fór en hann kom fjórum sinnum aftur og spurði afgreiðslumanninn alltaf að því hvort hann ætti kex. Afgreiðslumaðurinn neitaði því alltaf.
Í fimmta skiptið fór páfagaukurinn í búðina og spurði; „Áttu kex?“
Þá sagði afgreiðslumaðurinn: „Ef þú spyrð mig aftur þá negli ég þig fastan við staur.“
Þá spurði páfagaukurinn: „Áttu hamar?“
„Nei,“ sagði þá afgreiðslumaðurinn.
„Áttu nagla?“ spurði páfagaukurinn.
„Nei,“ sagði afgreiðslumaðurinn.
„ÁTTU KEX?“
Þessa skemmtilegu brandara sendi Birta Líf, 10 ára.