Ekki stendur til að afþakka loftrýmisgæslu Breta sem fyrirhuguð er í desember á þessu ári, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Engar ákvarðanir hafa verið teknar þar að lútandi og engin skilaboð send til NATO þess efnis.

Ekki stendur til að afþakka loftrýmisgæslu Breta sem fyrirhuguð er í desember á þessu ári, að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Engar ákvarðanir hafa verið teknar þar að lútandi og engin skilaboð send til NATO þess efnis.

Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, sagði hins vegar í gær að hann vildi ekki að Bretar sinntu þessari gæslu, það myndi misbjóða þjóðarstolti Íslendinga. Þá sagði hann að þeim skilaboðum hefði verið komið á framfæri við NATO. Ummæli Össurar eru byggð á misskilningi, segir forsætisráðherra. lom@mbl.is