<h4>Hreyfing og útivera</h4>HVORT sem það er skokk eða heilsubótarganga með hundinn, þurfa allir á hreina loftinu að halda og góðri hreyfingu, og ekki má gleyma að njóta birtunnar meðan hún er.

Hreyfing og útivera

HVORT sem það er skokk eða heilsubótarganga með hundinn, þurfa allir á hreina loftinu að halda og góðri hreyfingu, og ekki má gleyma að njóta birtunnar meðan hún er. — Morgunblaðið/Frikki
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bretland og Ísland VIÐ erum tíðir gestir á Íslandi og erum sárreið bresku ríkisstjórninni yfir framkomu hennar í garð Íslands, sem er okkar eftirlætis heimsóknarstaður.

Bretland og Ísland

VIÐ erum tíðir gestir á Íslandi og erum sárreið bresku ríkisstjórninni yfir framkomu hennar í garð Íslands, sem er okkar eftirlætis heimsóknarstaður. Okkur langar því að biðja íslensku þjóðina afsökunar fyrir hönd stjórnvalda okkar og láta ykkur vita að breska þjóðin álítur Ísland alls ekki óvin sinn heldur skömmumst við okkar fyrir gerðir breskra stjórnvalda. Við vonum svo sannarlega að Ísland finni leið út úr núverandi kreppu og hlökkum til að hitta vini okkar í Reykjavík fljótlega. Með ósk um góða framtíð.

Gill Thomas og Andrew Lee (London)

Hjóli stolið í miðbænum

HJÓLINU mínu var stolið í fyrrinótt milli klukkan 24-01 á Laugavegi fyrir utan veitingastaðinn Boston. Hjólið var fest með reiðhjólalási við stöðumæli og sá sem tók það hefur þurft að lyfta því upp fyrir stöðumælinn til að losa það. Myndin sýnir samskonar hjól, en mitt hjól er án aurbrettis og með körfu framan á. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hjólið eru vinsamlega beðnir að hringja í Örnu í síma 663-7913.

Formúluskandall

JÁ, nú er mér nóg boðið. Á þessu keppnistímabili Formúlunnar hefur einum manni verið refsað sérstaklega en það er Lewis Hamilton. Honum var refsað í Kanada-kappakstrinum er hann keyrði aftan á Raikkonen í þjónustuhléi og báðir urðu úr leik. Sanngjörn refsing var sú að Hamilton þyrfti að vera 10 sætum neðar í næstu tímatökum. Í kappakstrinum í Mónakó keyrði Raikkonen aftan á Sutil og báðir féllu úr keppni og Sutil var um það bil að ná sínum fyrstu stigum er Raikkonen keyrði hann út úr keppninni. En viti menn, Raikkonen fékk enga refsingu fyrir nákvæmlega sama brot og Hamilton framdi í Kanada. 4 stig voru dregin af Hamilton nú nýlega er hann „stytti sér leið“ fram úr Raikkonen (Raikkonen reyndar ýtti Hamilton út úr brautinni). Enginn féll úr keppninni út af þessu en samt fékk Hamilton 4 refsistig. Og núna í kappakstrinum í Japan byrjaði Hamilton á að fara fram úr Raikkonen og virtist sem sumir á eftir hafi misst taktinn en enginn féll úr keppni en Hamilton þurfti að keyra í gegnum þjónustubrautina mjög hægt. Jæja, ég viðurkenni sanngjarna refsingu. En stuttu á eftir fer Hamilton löglega fram úr Massa í beygju en Massa styttir sér leið í beygjunni og keyrir svo einn á brautina og á Hamilton, helsta andstæðing sinn um meistaratitilinn, svo Hamilton hringsnerist og varð að hleypa öllum bílum fram úr sér áður en hann gat haldið áfram og keyrt inn á brautina. Þetta var mjög svo alvarlegt brot hjá Massa því Hamilton átti sér ekki viðreisnar von eftir þetta en Massa hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Fékk reyndar þá refsingu að keyra í gegnum þjónustubrautina líkt og refsing Hamiltons var fyrir miklu minna brot. Ég spyr: Hvers vegna hlýtur ekki Massa mun harðari refsingu fyrir að keyra Hamilton úr keppninni eða fær refsistig líkt og Hamilton hlaut vegna brotsins gegn Raikkonen eins og fyrr greinir? Eða er færður 10 sætum neðar í næstu tímatökum líkt og Hamilton hefur þurft að þola fyrir svipað brot? Að Massa sleppi með svo væga refsingu að þurfa einungis að keyra í gegnum þjónustubrautina er alveg óþolandi. Svo síðar í kappakstrinum lenda þeir óvart saman þeir Massa og Bourdeus og þá fær Bourdeus refsistig og þar með færist Massa ofar og fær aukastig. Það er gjörsamlega óþolandi ósamræmi í þessum dómum og þeir eru allir Ferrarimönnum í hag. Hvers vegna sleppa þeir alltaf við refsingu þrátt fyrir jafnvel verri brot en McLaren-menn eru dæmdir fyrir? Ég segi bara (og þori ekki að segja það sem ég vildi): það er eitthvað dularfullt og bogið við þetta. Væri ekki góð hugmynd að taka upp gul og rauð spjöld í Formúlunni líkt og í fótboltanum? 2 gul spjöld myndu þýða aftastur á ráslínu í næstu keppni. Rautt spjald það sama. Að lokum einn skandall: Alonso ætlar að styðja Massa í meistarabaráttunni, klárlega lögbrot innan Formúlunnar þegar liðsmenn annarra liða ætla að hindra Hamilton. Hvað yrði sagt ef þetta yrði gert í fótboltanum?

Formúluaðdáandi


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is