Ensk þýðing á ljóði Steins Steinarr Undirskrift féll niður við birtingu greinar Jóns Óttars Ragnarssonar, Öld Steins er runnin upp, í síðustu Lesbók. Þýðingin er eftir Jón Óttar. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Ensk þýðing á ljóði Steins Steinarr Undirskrift féll niður við birtingu greinar Jóns Óttars Ragnarssonar, Öld Steins er runnin upp, í síðustu Lesbók. Þýðingin er eftir Jón Óttar. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Undirskrift

Lesendum þessarar bókar, ef einhverjir eru,

hef ég ekkert fleira að segja í raun og veru.

Sjá, hér er ég sjálfur, og þetta er allur minn auður,

hið eina, sem ég hef að bjóða lifandi og dauður.

Ég veit, að þið teljið mig aldrei í ykkar hópi

og ætlið mig skringilegt sambland af fanti og glópi.

Ég er langt að kominn úr heimkynnum niðdimmrar nætur,

og niður í myrkursins djúp liggja enn mínar rætur.

Ég ber þess að sjálfsögðu ævilangt óbrigðult merki,

því örlög hvers manns gefa lit sinn og hljóm sinn hans verki:

Það var lítið um dýrðir og næsta naumt fyrir andann.

Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kveðst á við fjandann.

Signature

To the readers of this book if any exist,

Nothing else I can tell, nothing else I can list.

This is all that I am, the harvest of my strife,

The only thing I offer, dead or alive.

I know you will never count me as one of your class,

And conclude instead I am either a thug or an ass.

I have come afar from a dim and dreary place,

And into the depths of darkness my roots are traced.

I will no doubt be doomed for the rest of my life,

‘Cause our destiny marks and colors the works we contrive.

The times were sparse for the spirit on every level,

Steinn Steinarr the poet's my name. I rap with the devil.