18. október 1906 Sjö hús brunnu á Akureyri og um áttatíu manns misstu heimili sín. „Mesti húsbruni á Íslandi,“ sagði blaðið Norðurland. 18.
18. október 1906
Sjö hús brunnu á Akureyri og um áttatíu manns misstu heimili sín. „Mesti húsbruni á Íslandi,“ sagði blaðið Norðurland.
18. október 1913
Ljósahátíð var haldin á Seyðisfirði þegar rafveitan var vígð og rafljós kveikt í fyrsta sinn. „Ljósin eru björt og skær og allur útbúnaður vandaður og í besta lagi,“ sagði blaðið Austri. „Mun óhætt að segja að almenn ánægja sé í bænum yfir rafljósunum.“ Þetta var ein fyrsta rafveitan sem náði til heils bæjarfélags.Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.