Gleymskan er einn hættulegasti fylgifiskur þessara tíma, segir Þorsteinn frá Hamri en um þessar mundir kemur út átjánda ljóðabók hans, Hvert orð er atvik . Bókin er samin áður en gjörningaveðrið reið yfir íslenskan fjármálaheim en skáldið stóð álengdar við aðdragandann, „þetta útrásaroflæti, þessa fíkn sem misbýður öllum mannvænlegum gildum, sönnum verðmætum“.
Þorsteinn frá Hamri segist engar bersöglisvísur yrkja, svo dugi, en ég vil halda því fram að þessi bók ætti að vera skyldulesning þeirra sem hafa ráðið málum hér á landi undanfarið, ekki síst í ljósi síðustu atburða.
Hann yrkir um orðin og hvers þau eru megnug, hann yrkir um gömul gildi sem hann óttast að sé að verða of seint að hlúa að, hann yrkir um vantrú á stórar hugmyndir og endanleg svör, hann treystir ekki hinni nýju vitneskju sem menn væðast og brynja sig með, hann ákallar hreyfinguna sem býr í vatninu og náttúrunni og talar um brennifórnir „til velþóknunar/rétt einu hátignar hundspottinu“ – hann segist ekki eiga ótvíræða samleið með tímanum en segist ekki vanda um fyrir honum, svo dugi. En skyldi hann ekki samt vera því sammála að menn þurfi nú að huga að raunverulegum verðmætum? Til að mynda þeim sem við geymum í sögnum og sögu.
„Þú átt svo sannarlega kollgátuna,“ segir Þorsteinn. „Og það snýst ekki um neinskonar fortíðardýrkun heldur einfaldlega það að þekkja sjálf okkur, vita einhvern snefil um hvaðan við erum komin og hver við erum og leggja rækt við þau verðmæti sem við höfum öðlast á þeim ferli ásamt andlegum þrifnaði.“
Tíminn eða aldarhátturinn
Hvenær voru ljóðin í bókinni ort?„Flest ljóðin voru ort á bilinu frá 2005 og fram á síðastliðið vor. Tvö eða þrjú eru eldri, að minnsta kosti að stofni til.“
Eftir fyrsta lestur fannst mér þessi bók vera viðbragð við tíðarandanum. Hvernig sérðu hana sjálfur?
Þú slærð tóninn í tveimur vísum fremst í bókinni. Sú fyrri byrjar á orðunum: „Hroll ber enn úr allri/ætt.“ Og þú segir að við verðum að þreyja „ok á herðum,/ok á fornum herðum.“ Þetta er kuldaleg byrjun.
Í seinni vísunni setur þú fram skáldskaparfræði: „Stíg þú, sögn, um palla!“ sem merkir að yrkja ofljóst, að orð merki í raun annað en það sem látið er í veðri vaka. Er þetta vísbending um það hvernig á að lesa bókina?
Má segja að þú hafir orðið torræðari með árunum?
Kennd, hughrif eða hugrenning
Hvernig koma ljóðin til þín?„Ég get reynt að svara þessu: oft í fyrstu þannig að kennd, hughrif eða hugrenning falla í orð og leitast við að mynda ljóðlínu eða braglínu, það getur gerst hvar sem er; innan skamms örlar svo á fleiri slíkum í huganum. Svo fer þetta allt saman að kallast á, mynda drög að einhverskonar heild efnis og forms.“
Ertu lengi að vinna í hverju ljóði?
Tálgarðu textann mikið? Stundum finnst mér eins og það séu bara útlínur eftir fyrir lesandann að ráða í.
Hvað finnst þér hafa breyst í þínum eigin skáldskap með árunum?
Óstýrilæti
Iðulega hefur verið talað um þig sem skáld sögu og fortíðar en samtíminn er alls staðar nálægur í þessari bók. Þér líst vissulega ekkert á hann.„Skáld sögu og fortíðar, margt hefur verið ofsagt í því efni! Meginkjarninn er alltaf ljóðmælandinn sjálfur í samtímanum, hvert sem hann annars kann að leita fanga. Ég hef sjálfsagt oft leitað í söguna og eldri bókmenntir ýmsar, en það hefur þá verið í því skyni að skerpa á einhverju í mínum eigin samtíma. Og víst er samtíminn nálægur í þessari bók. Ef þér finnst að hún vitni um tortryggni gagnvart samtímanum svara ég því til að það væri nú meiri geðleysinginn sem léti sér allt lynda sem fram fer í veröldinni! Slíkt svar þarf ég vonandi ekki að rökstyðja. Lífið er hreinasta undur, við erum þakklát hverri þeirri farsæld sem við fáum að njóta, góðu atlæti, vinum og vandamönnum, en það kemur væntanlega ekki í veg fyrir að öll rangindin, misréttið, hégómadýrðin, auðhyggjusukkið og blóðfórnirnar renni okkur til rifja.“
Þú talar um samleið um „náttmyrk varhugavöð“ og að við skyldum ekki andvarpa „þótt unglingslegur/umbrotaþeyr líði hjá“.
„Já, í ljóðinu Veghús tala ég sem oftar um tímann sem persónu, ég vitna til þess að hafa átt einhverskonar „samleið“ með honum „um náttmyrk varhugavöð“, sem er ekki annað en lífið sjálft með sínum ásköpuðu tálgröfum. Ég segi að tíminn hafi þá notað orðið „landaljósin“ um ákveðin verðmæti, menningarleg verðmæti, þau sem vísa þjóðunum veginn. Ég kveðst hafa svarað honum með orðinu „eykyndlar“, sem væntanlega skilst í íslensku samhengi.
„Umbrotaþeyrinn“ er svo í öðru kvæði, Trúarljóði um tímann, og gæti til að mynda leitt hugann að hinni lífsnauðsynlegu innspýtingu á öllum tímum, uppreisnarhneigðinni og hinni ungbornu tíð; en líka að einhverju óstýrilæti sem kann að líða um hug manns sem einstaklings.“
Sá boðskapur er reyndar gegnumgangandi í ljóðum þínum að við þurfum að finna samhengið í tímanum, jafnvægið á milli nútíðar og fortíðar. Finnst þér hafa orðið einhvers konar rof núna?
Hver eru skilaboð þín til hundspottanna hátignuðu?
Reyni að vera raunsær
Þú treystir ekki á stórar hugmyndir, endanleg svör .„Ég bara reyni að vera raunsær! Endanleg svör hafa óneitanlega verið skæð með að ganga úr sér, og góðar hugmyndir umhverfst í andstæðu sína.“
Þú treystir heldur ekki á vitneskju sem menn væðast og brynja sig með um þessar mundir. Menn tala í sífellu um nýja og ferska vinda, helst að utan en þú bendir á undur og furður sem verða jafnvel heima hjá okkur. Ertu þreyttur á þessum eilífa trekk að utan? Þú segist reyndar nema annað en þessa nýju vinda, eitthvað sem þú getur tæplega fundið orð um, „síferska nýjung:/mér vitnast/aldrei, aldrei hvað undir býr.“
„Þarna held ég að þú sért kannski að oftúlka, gera mér eitthvað upp. Þú ert að tala um Vísu um vindinn og annað. Hvað ætti ég að hafa á móti ferskum vindum að utan? Hér kem ég hinsvegar inn á að menn leita stundum langt yfir skammt; margt af því sem segist vera nýtt af nálinni, séð „í nýju ljósi“, er oftar en ekki ofur venjuleg tugga, samanborið við eitthvað óskilgreint, eitthvað frjótt sem kemur að innan og stendur manni nær.“
Í lok bókar birtirðu tíu vísur um sakleysið. Höfum við glatað sakleysinu?
Uppáhaldsbók
Það talar í trjánumÞegar Þorsteinn frá Hamri er spurður hvort einhver átján bóka hans sé í sérstöku uppáhaldi hjá honum svarar hann að sér fari líklega sem fleirum að þykja það nýjasta skást.
„En Eiríkur Guðmundsson spurði mig að þessu sama í vor, og ég get svarað þér eins og honum: stundum finnst mér bókin
Það talar í trjánum
, sem út kom 1995, koma oftar upp í hug mér en aðrar. Ég veit ekki af hverju. Þar eru meðal annars nokkur ljóð sem ég kallaði Strokudrengi I-VI, og líka fáein ljóð frá Krít.“
Ljóðin sem Þorsteinn nefnir fjalla um mann sem lifir aðeins hálfu lífi: „Einhvers staðar er hin helftin./Tröllum gefin og týnd.“ Maðurinn hefur strokið en við vitum ekki frá hverju. Hugsanlega ástinni. Hann sættir sig illa við að hafa týnt hinum helmingnum: „Nei! Gleymd, fryst, geymd/ung er mér sagt hún sofi.“ Vísað er til Þyrnirósar en spurningin er hvort Strokudrengurinn þekki sinn vitjunartíma. Hann þráir að verða heill á ný, þannig verður hann að mæta dauðanum.
Óhætt er að taka undir það með Þorsteini að
Það talar í trjánum
sé ein hans besta bók, en
Hvert orð er atvik
er sannarlega ein kraftmesta bók skáldsins til þessa.
„En Eiríkur Guðmundsson spurði mig að þessu sama í vor, og ég get svarað þér eins og honum: stundum finnst mér bókin Það talar í trjánum , sem út kom 1995, koma oftar upp í hug mér en aðrar. Ég veit ekki af hverju. Þar eru meðal annars nokkur ljóð sem ég kallaði Strokudrengi I-VI, og líka fáein ljóð frá Krít.“
Ljóðin sem Þorsteinn nefnir fjalla um mann sem lifir aðeins hálfu lífi: „Einhvers staðar er hin helftin./Tröllum gefin og týnd.“ Maðurinn hefur strokið en við vitum ekki frá hverju. Hugsanlega ástinni. Hann sættir sig illa við að hafa týnt hinum helmingnum: „Nei! Gleymd, fryst, geymd/ung er mér sagt hún sofi.“ Vísað er til Þyrnirósar en spurningin er hvort Strokudrengurinn þekki sinn vitjunartíma. Hann þráir að verða heill á ný, þannig verður hann að mæta dauðanum.
Óhætt er að taka undir það með Þorsteini að Það talar í trjánum sé ein hans besta bók, en Hvert orð er atvik er sannarlega ein kraftmesta bók skáldsins til þessa.
S&S
Hvenær dags yrkirðu helst? Og hvar?„Það getur verið hvenær sem er, en morgnarnir reynast mér best til bóklegrar vinnu. Hérna áður fyrr átti ég til að vaka yfir þessu fram eftir nóttum, en það er að mestu liðin tíð. Drög að kveðskap mínum geta orðið til hvar sem ég er staddur en ég vinn helst úr þeim heima hjá mér.“
Verður auðveldara að yrkja með aldrinum?
„Það er mér engan veginn ljóst. Mér finnst reyndar að ég leggi meiri vinnu í yrkingarnar á síðari árum. Það gerist gjarnan í lotum. Þetta liggur stundum niðri svo langtímum skiptir og þá er ég dálítið eins og úti í vindinum. En ég læt mig auðvitað hafa það.“
Hvenær ákvaðstu að verða skáld?
Ræðirðu efni ljóða þinna við einhvern?
„Nei, ekki geri ég mikið að því. Yfirleitt er mér eiginlega þvert um geð að skrafa mikið um skáldskaparviðleitni mína. Það má kalla gott að þér skuli hafa tekist að hafa eitthvað upp úr mér um þetta núna.“
Hver er staða skáldsins í samtímanum?
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is