EIGENDUR Norðuráls hafa ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins aukalega sem samsvarar einum mánaðarlaunum. Í bréfi fyrirtækisins til starfsmanna segir að þetta sé m.a. gert vegna mikils árangurs á árinu og traustrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
EIGENDUR Norðuráls hafa ákveðið að greiða starfsmönnum fyrirtækisins aukalega sem samsvarar einum mánaðarlaunum. Í bréfi fyrirtækisins til starfsmanna segir að þetta sé m.a. gert vegna mikils árangurs á árinu og traustrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. „Óvissan og áfallið í íslensku efnahagslífi hefur snert okkur öll á einn eða annan máta. Á tímum sem þessum er mikilvægt að við hugum að fjölskyldu okkar og vinum og stöndum saman og styðjum hvert annað. Það er líka mikilvægt að við, starfsfólk Norðuráls, vinnum saman að áframhaldandi vexti og uppgangi fyrirtækis okkar sem skipar æ mikilvægari sess í efnahags- og atvinnulífi Íslendinga.“ Starfsmaður sem starfað hefur í 7 ár hjá fyrirtækinu fær 308.994 kr. og þeir sem eru í hlutastarfi fá greitt í samræmi við það. Þá fær fólk sem starfaði við afleysingar í sumar 50 þúsund kr. eingreiðslu. Verkalýðsfélag Akraness hefur lýst yfir sérstakri ánægju með þetta framlag Norðuráls.