VEFSÍÐUNNI Icelost.net hefur verið komið á fót í Hollandi. Það er vettvangur fyrir skoðanaskipti þeirra Hollendinga sem áttu eignir í sjóðum Icesave.

VEFSÍÐUNNI Icelost.net hefur verið komið á fót í Hollandi. Það er vettvangur fyrir skoðanaskipti þeirra Hollendinga sem áttu eignir í sjóðum Icesave.

Á heimasíðunni getur fólk sagt reynslusögur sínar, fylgst með nýjustu fréttum af gangi mála og fengið andlegan stuðning frá öðrum í sömu sporum.

Á vefsíðunni segjast stofnendur hennar, Jasper og Leon, hafa fundið fyrir mjög jákvæðum og hjartnæmum viðbrögðum. Í gærkvöldi höfðu rúmlega 4.000 skilaboð verið skrifuð á síðuna frá því að hún var opnuð þann 9. október síðastliðinn.