Arnþrúður Karlsdóttir fagnar fimmtíu og fimm ára afmæli í dag en hún ætlar ekki að gera mikið veður út af því. „Ég ætla að mæta í mína vinnu og sinna mínum símatíma og tala við þjóðina.

Arnþrúður Karlsdóttir fagnar fimmtíu og fimm ára afmæli í dag en hún ætlar ekki að gera mikið veður út af því. „Ég ætla að mæta í mína vinnu og sinna mínum símatíma og tala við þjóðina. Ég ætla ekki að halda neina veislu en njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar þegar heim er komið. Aftur á móti er ég að hugsa um að hóa saman systkinum mínum um næstu helgi í tilefni af afmælinu en ekki síður vegna þess að faðir okkar hefði orðið hundrað ára í gær.“ Arnþrúður segir fimmtugsafmælið sitt vera einna eftirminnilegast af stórafmælum hennar um dagana. „Þá hélt ég heilmikið hóf í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem tónlistarmenn tróðu upp sem og samstarfsmenn mínir af Bylgjunni og Útvarpi Sögu. Gullaldarlið Framkvenna lét ekki sitt eftir liggja og fór á kostum. Þetta var rosa mikið fjör og Magga Pálma kom til dæmis óvænt með heilan kvennakór.“

Arnþrúður segist verða vör við í vinnu sinni hversu fólk er leitandi vegna ástandsins í þjóðmálunum um þessar mundir og að hlustendur Útvarps Sögu bæði hringi og komi til að leita upplýsinga, því fólk viti ekki almennilega hvað er að gerast. „Við verðum vör við mikið óöryggi og líka reiði hjá fólki.“ khk@mbl.is