Kemal Alemdaroglu
Kemal Alemdaroglu
RÉTTARHÖLD hófust í gær í Tyrklandi yfir hópi fólks sem sakað er m.a. um vopnaða uppreisn gegn ríkisstjórninni og aðstoð við hryðjuverkamenn. Eru sakborningar taldir vera í samtökum hægri-ofstækismanna, Ergenokon.

RÉTTARHÖLD hófust í gær í Tyrklandi yfir hópi fólks sem sakað er m.a. um vopnaða uppreisn gegn ríkisstjórninni og aðstoð við hryðjuverkamenn. Eru sakborningar taldir vera í samtökum hægri-ofstækismanna, Ergenokon.

Mikil ringulreið var í réttarsalnum í Silivri-fangelsi þar sem málareksturinn fer fram vegna þess að fjöldi fólks efndi til mótmæla á staðnum. Meðal hinna ákærðu samsærismanna eru liðsforingjar á eftirlaunum, stjórnmálamenn og fyrrverandi rektor Istanbúl-háskóla, Kemal Alembdaroglu. Alls eru 86 manns ákærðir.

Málið gæti orðið til að auka enn heiftina milli AK-flokks Recep Tayyips Erdogans forsætisráðherra, sem er sanntrúaður múslími, og veraldlega sinnaðra Tyrkja sem óttast að markmið AK sé að koma á ríki bókstafstrúaðra íslamista í landinu. Trú og ríki eru aðskilin samkvæmt lögum í landinu.

kjon@mbl.is