Flestar birtust greinarnar sem safnað er saman í How Beautiful It Is And How Easily It Can Be Broken eftir Daniel Mendelsohn á síðum tímaritsins New York Review of Books , en um árabil hef ég einmitt byrjað á því að skoða efnisyfirlitið til að sjá hvort...
Flestar birtust greinarnar sem safnað er saman í How Beautiful It Is And How Easily It Can Be Broken eftir Daniel Mendelsohn á síðum tímaritsins New York Review of Books , en um árabil hef ég einmitt byrjað á því að skoða efnisyfirlitið til að sjá hvort Mendelsohn sé með grein. Maðurinn er framúrskarandi menningarrýnir, skemmtilegur og kaldhæðinn, menntaður í klassískum fræðum og fornum bókmenntum og sýn hans á nýjustu menningarafurðir Hollywood, svo dæmi sé nefnt, tekur mið af því á máta sem gerir skrifin að sýnidæmi um það hvernig iðka má hin oft óskýru samanburðarfræði á frjóan hátt. Hér er að finna frábæra ritgerð um viðbrögð kvikmyndaiðnaðarins við ellefta september, en Mendelsohn fjallar um kvikmyndirnar World Trade Center og United 93 í samhengi við leikverk Æskýlosar um Persana. Þá á höfundur frábæra ritgerð um Brokeback Mountain en málefni samkynhneigðra í menningunni er algengt viðfangsefni höfundar, eins og sést í skrifum hans um Tennessee Williams. Þetta er bók sem er uppfull af fróðleiksmolum og ber leiftrandi innsýn höfundar í menninguna fagurt vitni.