Óvissutímar Spá ekki óðaverðbólgu.
Óvissutímar Spá ekki óðaverðbólgu.
TÓLF mánaða verðbólga verður 14,8% í október samkvæmt spá IFS Greiningar. Það er hækkun úr 14% í september. Þá spáir IFS 1,2% hækkun verðlags í október. Í spánni segir að mikil óvissa einkenni allt efnahagsástandið nú.

TÓLF mánaða verðbólga verður 14,8% í október samkvæmt spá IFS Greiningar. Það er hækkun úr 14% í september. Þá spáir IFS 1,2% hækkun verðlags í október.

Í spánni segir að mikil óvissa einkenni allt efnahagsástandið nú. Sviptingar í efnahags- og gengismálum geri því verðbólguspár afar erfiðar að þessu sinni. Gríðarleg óvissa sé í öllum spám um þessar mundir og birst hafi spár sem geri ráð fyrir allt að 100% verðbólgu á næstu mánuðum. IFS telur ólíklegt að til óðaverðbólgu komi. Verðbólguhorfurnar á næstunni séu ekki sem verstar að því gefnu að gengi krónunnar veikist ekki frekar en orðið sé. Vegna vaxandi atvinnuleysis, ládeyðu á fasteignamarkaði og lítillar eftirspurnar í hagkerfinu verði svigrúm til verðhækkana takmarkað.

Þá muni skyndileg og gjörbreytt efnahagssýn líklega leiða til þess að kaupmenn reyni eftir fremsta megni að halda aftur af verðhækkunum.

camilla@mbl.is