Til Svíþjóðar Elísabet Gunnarsdóttir, fráfarandi þjálfari Vals, hefur ráðið sig til Svíþjóðar á næstu leiktíð.
Til Svíþjóðar Elísabet Gunnarsdóttir, fráfarandi þjálfari Vals, hefur ráðið sig til Svíþjóðar á næstu leiktíð. — Morgunblaðið/hag
DRAUMUR Elísabetar Gunnarsdóttur varð að veruleika í gær þegar tilkynnt var að hún yrði næsti þjálfari sænska kvennaliðsins Kristianstad en Elísabet hefur sem kunnugt er þjálfað Val um árabil með frábærum árangri en vitað hefur verið lengi að hugur...

DRAUMUR Elísabetar Gunnarsdóttur varð að veruleika í gær þegar tilkynnt var að hún yrði næsti þjálfari sænska kvennaliðsins Kristianstad en Elísabet hefur sem kunnugt er þjálfað Val um árabil með frábærum árangri en vitað hefur verið lengi að hugur hennar stefndi ofar en það um nokkra hríð.

Sjálf viðurkennir Elísabet að tilboð Kristianstad hafi ekki verið það eina á borði hennar en margt hafi mælt með því og hún hafi slegið til.

„Félagið er vel statt fjárhagslega og dyggilega stutt af stuðningsmönnum enda er liðið frá litlum bæ og um það ríkir góð stemning. Mig minnir að 1.500 manns komi á leik þess að meðaltali og það heillar mig og fjölskylduna að sinna slíku starfi í smábæ en ekki í stærri borg. Það gefur meiri tíma til að sinna þjálfuninni. Þetta er tækifærið sem ég beið eftir.“

Elísabet veit hvað hún syngur

Elísabet fer utan á föstudaginn kemur til að skrifa formlega undir samning og skoða aðstæður í þaula. Ein íslensk stúlka leikur með liðinu, Erla Steina Arnardóttir, og segir hún það tilhlökkunarefni að fá Elísabetu til starfans. „Engin spurning að það verður frábært enda þekki ég hana að góðu einu. Fyrrverandi þjálfari hefur verið hér í átta eða tíu ár og að vissu leyti er kominn tími til að breyta til og Elísabet veit hvað hún syngur þegar kemur að þjálfun. Margar stúlknanna eru einmitt að forvitnast hjá mér um hana og ég gef henni toppeinkunn. albert@mbl.is