STEFNT er að því að hleypa umferð á ný mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Arnarnesveg hinn 28. nóvember næstkomandi. Framkvæmdir við verkið hafa gengið með eindæmum vel en áætlanir gerðu ráð fyrir að mannvirkið yrði tilbúið til notkunar 1. júní á næsta ári. Verktakafyrirtækin Suðurverk og Skrauta áttu lægsta tilboð í verkið, 670 milljónir króna. Um 50 manns unnu við verkið þegar mest var. Vegna þess hve vel hefur verið að verki staðið, mun Vegagerðin greiða fyrirtækjunum flýtifé. Arnarnesvegur liggur á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar. Gatnamótin eru þau fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Má í raun segja að um sé að ræða hringtorg yfir Reykjanesbrautinni. Þótt umferð verði hleypt á hringtorgið í lok næsta mánaðar, mun fullnaðarfrágangi ekki ljúka fyrr en næsta sumar. sisi@mbl.is