* Breska rokksveitin White Lies lék á Iceland Airwaves-hátíðinni og skrifar um hátíðina á bloggsíðu sveitarinnar sem haldið er úti á Guardian-vefnum.
* Breska rokksveitin
White Lies
lék á Iceland Airwaves-hátíðinni og skrifar um hátíðina á bloggsíðu sveitarinnar sem haldið er úti á Guardian-vefnum. Að þeirra sögn var þeim tjáð af íslenskri vinkonu þeirra að á Íslandi væri ekkert að gera nema að drekka og stunda kynlíf og með þau skilaboð hafi þeir flogið til Íslands. Líktu þeir landslaginu við málverk eftir enska málarann Turner og flugstöð Leifs Eiríkssonar við geimstöð í Tinna-bók. Ódýr bjórinn hafi komið þeim mjög á óvart og Iðnó hafi reynst fullkominn tónleikastaður. Vel hafi gengið að spila og segja þeir að tónleikarnir muni seint renna þeim úr minni. „Svo gerðist það að á heimleiðinni upp á hótel, að framhjá okkur keyrði bíll og út um gluggann öskraði ung ljóshærð stúlka: „England Fuck!“ Ég er ekki viss hvað það átti að þýða en þetta var okkar fyrsta vísbending um vaxandi útlendingahatur í kjölfar efnahagskreppu. Stúlkan hefur ábyggilega haldið áfram að drekka og stunda kynlíf en við héldum upp á hótel stoltir af því að hafa gert annað og meira en það á Íslandi.“