Sigtryggur vann Sigtryggur Sigurðsson sigraði með nokkrum yfirburðum á Íslandsmótinu í einmenningi sem fram fór um helgina.

Sigtryggur vann

Sigtryggur Sigurðsson sigraði með nokkrum yfirburðum á Íslandsmótinu í einmenningi sem fram fór um helgina. 48 einstaklingar spiluðu um titilinn og þessi varð lokastaðan:

Sigtryggur Sigurðsson 57,6%

Hermann Friðriksson 55,3%

Gunnlaugur Sævarsson 54,6%

Kjartan Jóhannsson 54,5%

Ómar Olgeirsson 54,3%

Bridsfélag Borgarfjarðar

Mánudaginn 13. október spiluðu Borgfirðingar og gestir þeirra Mitchel-tvímenning á 8 borðum. Formaðurinn hafði nú heimt makker sinn Baldur í Múlakoti og fagnaði endurkomu hans með því að ná hæsta skori í A-V. Það var ekki alveg auðvelt því í öðru sæti urðu tveir „Stefánar“ frá Bifröst, þekktir fyrir að gefa lítil grið við spilaborðið. Magnús í Birkihlíð ætlaði að endurtaka leikinn frá fyrsta kvöldi og vinna sinn riðil, nú í makkerskap við Ingólf á Lundum. Þeir tóku risaskor og einungis hrein óheppni að ætlunarverkið tókst ekki.

Úrslit urðu annars þessi í N-S

Sveinbj. Eyjólfss. – Lárus Péturss. 67.2%

Magnús Magnúss. – Ingólfur Helgas. 66.7%

Jóhann Oddss. – Eyjólfur Sigurjónss. 53.8%

A-V

Jón Eyjólfss. – Baldur Björnsson 58.3%

Stefán Kalmanss. – Stefán Stefánsson 57.4%

Flemming Jessen – Heiða Steinsson 56.5%

Bridsfélag Kópavogs

Sl. fimmtudag var eins kvölds tvímenningur með þátttöku 16 para og var gífurleg spenna allt til loka.

Hæsta skor NS

Gunnl. Sævarss. - Hermann Friðrikss. 203

Freyja Sveinsd. - Loftur Pétursson 201

Guðlaugur Bessas. - Jón St Ingólfss. 188

AV:

Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundss. 206

Eyþór Jónsson - Þorleifur Þórarinss. 193

Ragnar Björnss. - Sigurður Sigurj.s. 191

Næsta fimmtudag hefst tveggja kvölda Board-a-Match sveitakeppni. Allir að mæta og hafi sveitir ekki verið stofnaðar munu þær fæðast á staðnum fyrir spilamennsku.

Bridsfélag Siglufjarðar

Starfsemi Bridsfélags Siglufjarðar hófst mánudaginn 6. október. Spilaður var léttur upphitunar-tvímenningur.

Úrslit urðu þau að Reynir Karlsson og bróðir hans Karl Karlsson sigruðu með yfirburðum eða 73,6% skori. Staða efstu para.

Reynir Karlsson – Karl Karlsson 96

Karólína Sigurjónsd. – Margrét Þórðard. 73

Hreinn Magnúss. – Sigurður Hafliðason 63

Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusd. 62

Mánudaginn 13. október var aðalfundur félagsins haldinn þar sem kosin var ný stjórn starfsárið 2008-2009.

Stjórnina skipa:

Ólafur Jónsson (formaður), Kristín Bogadóttir, Karólína Sigurjónsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson og Ólöf Ingimundardóttir. Að loknum aðalfundarstörfum var spilaður tvímenningur, þar sem röð efstu para var þessi:

Ólafur Jónsson – Guðlaug Márusd. 58

Haraldur Árnason – Guðrún J. Ólafsd. 48

Anton Sigurbjss. – Bogi Sigurbjss. 40

70 ára afmæli Bridsfélags Siglufjarðar

Á árinu 2008 varð Bridsfélag Siglufjarðar 70 ára, en félagið var stofnað á árinu 1938 af nokkrum framsæknum Siglfirðingum og hét í fyrstu Bridsklúbbur stúdenta en nafninu var fljótlega breytt í Bridsfélag Siglufjarðar, sem starfað hefur óslitið síðan. Síðastliðið vor skipaði þáverandi stjórn 3 menn í afmælisnefnd sem skyldi vinna með formanninum Friðfinni Haukssyni að undirbúningi afmælishátíðar í tilefni 70 ára afmælisins. Í afmælisnefndina voru skipaðir Bogi Sigurbjörnsson, Ólafur Jónsson og Sigurður Hafliðason. Nú hefur afmælisnefndin ákveðið að efna til afmælisfagnaðar helgina 1. og 2. nóvember með veglegu tvímenningsmóti sem spilað verður á laugardag og sunnudag. Spilaður verður Barometertvímenningur með veglegum verðlaunum fyrir fimm efstu sætin, 150 þúsund kr., 100 þúsund, 50 þúsund, 30 og 20 þúsund kr.

Bílstjórar á fullri ferð

Bridsfélag Hreyfils hóf vetrarstarfið fyrir nokkru. Hjá þeim stendur yfir fjögurra kvölda hausttvímenningur þar sem þrjú efstu skorkvöldin gilda til vinnings.

Það spiluðu 11 pör sl. mánudag og urðu þessi pör efst:

Eyvindur Magnússon – Jón Hilmar 95

Jón Sigtryggss. – Birgir Kjartanss. 95

Áki Ingvarsson – Þorsteinn Héðinss. 89

Spilað er á mánudagskvöldum í húsi Sendibílastöðvarinnar í Sundahöfn og hefst keppni kl. 19.30.

Sviptingar fyrir norðan

Nú er tveimur kvöldum lokið af þremur í impatvímenningi Greifans hjá Bridgefélagi Akureyrar. Það er óhætt að segja að miklar breytingar hafi orðið hjá efstu pörum en Ragnheiður og Stefán fengu risaskor og tylltu sér þar með á toppinn.

Staða síðasta spilakvöld:

Stefán Sveinbjss. – Ragnh. Haraldsd. 70

Þórh. Hermannss. – Sveinbj. Sigurðss. 32

Örlygur Örlygss. – Björn Þorlákss. 18

Heildarstaðan:

Stefán Sveinbjss. – Ragnh. Haraldsd. 72,3

Þórh. Hermannss. – Sveinbj. Sigurðss. 63

Frímann Stefánss. – Reynir Helgas. 45,9

Örlygur Örlygss. – Björn Þorlákss. 41,6

Una Sveinsd. – Jón Sverrisson 31,3