Í bíó Nú getur fólk fjölmennt í bíó á niðursettu verði á þriðjudagskvöldum og jafnvel splæst á sig poppi að auki.
Í bíó Nú getur fólk fjölmennt í bíó á niðursettu verði á þriðjudagskvöldum og jafnvel splæst á sig poppi að auki. — Morgunblaðið/Þorkell
FYRIR áratug var gott að fara í bíó á þriðjudagskvöldum, enda fengust þá tveir miðar fyrir einn. Sambíóin taka nú upp aftur þriðjudagsbíóið en með breyttu fyrirkomulagi.

FYRIR áratug var gott að fara í bíó á þriðjudagskvöldum, enda fengust þá tveir miðar fyrir einn. Sambíóin taka nú upp aftur þriðjudagsbíóið en með breyttu fyrirkomulagi. Það er að miðaverðið er hið sama og það var fyrir um fimmtán árum eða heilar 500 krónur. Þetta á við öll kvikmyndahús Sam-félagsins og allar myndir sem eru í sýningu þá og þegar. Engu skiptir þótt myndin hafi verið frumsýnd nokkrum dögum áður. „Við erum með prósentu-samninga við erlendu kvikmyndafyrirtækin og þau tóku vel í að hjálpa okkur við að lækka verðið,“ segir Alfred Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sam-Bíó. „Svona miðað við það sem er í gangi í þjóðfélaginu viljum við reyna að létta upp og bjóða upp á ódýra leið til þess að komast í bíó. Við hvetjum bara aðra til að gera slíkt hið sama.“

Bíómiðinn á Íslandi er því um 1.300 krónum ódýrari, miðað við gengið í gær, á Íslandi á þriðjudagskvöldum en hann er í Bretlandi.