[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Allt lítur út fyrir að Einar Logi Friðjónsson hafi enn ekki jafnað sig á meiðslum sem hann hlaut í haust, alltént missti hann í gær af einn einum leiknum með Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Allt lítur út fyrir að Einar Logi Friðjónsson hafi enn ekki jafnað sig á meiðslum sem hann hlaut í haust, alltént missti hann í gær af einn einum leiknum með Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þá vann Skövde-liðið stórsigur á FK Tumba , 31:21. Skövde er í 6. sæti deildarinnar af 14 liðum með 6 stig að loknum 6 leikjum.

Þrátt fyrir að vera einum leikmanni fleiri í 78 mínútur í viðureign sinni við Newcastle í gærkvöldi þá gekk leikmönnum Manchester City ekki vel að brjóta leikmenn Newcastle á bak aftur á St Jamese'Park í gærkvöldi í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Stephen Ireland tókst að jafna metin fyrir Manchester City, 2:2, fjórum mínútum fyrir leikslok.

Habib Beye , leikmaður Newcastle , var rekinn af leikvelli á 12. mínútu eftir að hafa brotið á Robinho innan vítateigs og þótti um vafasaman dóm að ræða. Shola Ameobi jafnaði metin á 44. mínútu. Richard Dunne varð síðan fyrir því óláni að koma Newcastle yfir með því að þruma boltanum í eigið mark á 63. mínútu. Jafnteflið breytir ósköp litlu um stöðu liðanna í ensku úrvalsdeildinni en stöðuna má sjá hér til hliðar.

Morgan Pressel tryggði sér sigur á Kapalua-meistaramótinu í golfi um helgina með því að setja niður pútt fyrir fugli á lokaholu mótsins, en hún fékk tvo fugla á þremur síðustu holunum. Bandaríski kylfingurinn fagnaði þar með sínum fyrsta sigri á þessu ári en þetta er annar sigur hennar á LPGA-kvennamótaröðinni.

Fyrir sigurinn fékk hin tvítuga Pressel rúmlega 25 milljónir kr. í verðlaunafé en hún lék lokahringinn á 3 höggum undir pari vallar. Suzann Pettersen frá Noregi varð önnur á 7 höggum undir pari en hún var einu höggi á eftir Pressel. Í fyrra sigraði Pressel á Kraft Nabisco-meistaramótinu sem er eitt af fjórum stórmótum LPGA-mótaraðarinnar en hún er sú yngsta sem hefur sigrað á stórmóti.

S laven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu vísar þeim sögusögnum á bug að hann muni taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham í stað Juande Ramos verði hann látinn taka poka sinn. Vaxandi þrýstingur er á stjórn Tottenham að segja Ramos upp.