LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu telur ekki ólíklegt að kveikt hafi verið í í Vesturbergi 100 aðfaranótt laugardags en rannsókn á upptökum eldsins stendur yfir.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu telur ekki ólíklegt að kveikt hafi verið í í Vesturbergi 100 aðfaranótt laugardags en rannsókn á upptökum eldsins stendur yfir. Eldurinn kom upp í þurrkherbergi og segir lögreglan að opinn eldur hafi myndast en samt ekki út frá rafmagni eða álíka. Vera kann að kviknað hafi í af manna völdum, með því að einhver var að reykja í herberginu eða af öðrum ástæðum. Enginn hefur verið yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs í málinu. Miklar skemmdir urðu í eldsvoðanum og hafa tryggingamatsmenn metið a.m.k. tvær íbúðir í stigaganginum óíbúðarhæfar vegna reyklyktar. Verið er að þrífa stigaganginn og þurfa þeir íbúar sem geta ekki flutt inn á næstunni að finna sér gistingu annars staðar.