Hönnun Malig.
Hönnun Malig.
BRESKI fatahönnuðurinn Sophia Malig heldur fyrirlestur um eigin verk í Opna Listaháskólanum í dag.

BRESKI fatahönnuðurinn Sophia Malig heldur fyrirlestur um eigin verk í Opna Listaháskólanum í dag.

Eftir að hafa unnið hjá Ghost í mörg ár og hannað og framleitt sína eigin fatalínu í London, hefur Sophia hjálpað til við að koma á stofn merkjunum Handwritten og Nowhere. Samhliða því að kenna, vinnur hún að sinni eigin fatalínu sem er mjög fíngerð og full af handverki og hún er til sölu um allan heim.

Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Listaháskólans í Skipholti 1, kl. 12.00, stofu 310, gengið er inn Skipholtsmegin.