*Það gekk mikið á á tónleikum Ultra Mega Technobandsins Stefáns á Nasa aðfaranótt laugardagsins. Eins og við var að búast var gríðarleg stemning á tónleikunum, enda húsið troðfullt.
*Það gekk mikið á á tónleikum Ultra Mega Technobandsins Stefáns á Nasa aðfaranótt laugardagsins. Eins og við var að búast var gríðarleg stemning á tónleikunum, enda húsið troðfullt. Technobandið stóð undir nafni og var bæði „ultra“ og „mega“, en líkt og venjulega gengu tónleikar þeirra út á að fá fólk til að hreyfa sig eins mikið og mögulegt var. Það tókst: meiri hreyfing á gólfinu á Nasa hefur líklega aldrei sést áður og færðist fjöldinn til í bylgjum sem virtust á köflum stjórnlausar. Eitthvað hlaut undan að láta og undir lokin myndaðist ákveðið dómínó með þeim afleiðingum að fjöldi fólks datt. Ein stúlka mun hafa rotast og þurfti að hjálpa henni út af staðnum.