Sparisjóðirnir eru í könnunarviðræðum við Íbúðalánasjóð um yfirfærslu á íbúðarlánum sparisjóðanna, í samræmi við heimild í neyðarlögum Alþingis. Bankarnir hafa ekki óskað eftir viðræðum um yfirfærslu sinna lána.

Sparisjóðirnir eru í könnunarviðræðum við Íbúðalánasjóð um yfirfærslu á íbúðarlánum sparisjóðanna, í samræmi við heimild í neyðarlögum Alþingis. Bankarnir hafa ekki óskað eftir viðræðum um yfirfærslu sinna lána.

Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að fulltrúar tveggja stærstu sparisjóðanna og Sambands íslenskra sparisjóða hafi rætt við stjórnendur Íbúðalánasjóðs um möguleika á yfirfærslu lánanna til sjóðsins. Hann segir ekki liggja fyrir hversu stórar fjárhæðir sparisjóðirnir séu með í veðtryggðum lánum, né hversu mikill hluti sé í krónum og erlendri mynt. Hann segir að verið sé að skoða málið.

Ekki hafa borist formlegar fyrirspurnir frá Glitni, Landsbankanum eða Kaupþingi, eða ósk um viðræður. helgi@mbl.is