Moli kom heim með páfagauk KÖTTURINN Moli, sem á heima í Árbæjarhverfi, kom heim um helgina með páfagauk í kjaftinum. Sem betur fer lifði páfagaukurinn af þessar hremmingar og er nú í góðu yfirlæti á heimili Mola. Páfagaukurinn er grænn með gulan haus.
Moli kom heim með páfagauk
KÖTTURINN Moli, sem á heima í Árbæjarhverfi, kom heim um helgina með páfagauk í kjaftinum. Sem betur fer lifði páfagaukurinn af þessar hremmingar og er nú í góðu yfirlæti á heimili Mola. Páfagaukurinn er grænn með gulan haus. Sá sem hefur tapað páfagauk nýlega getur vitjað hans í síma 863-9138 eða 567-0891.
Fyrirspurn til hjálparstofnana
NÚ á þessum verstu tímum hlaupa mæðrastyrksnefnd og aðrar hjálparstofnanir undir bagga og deila út matvælum og fleira til lífeyrisþega og annarra sem minna mega sín í Reykjavík. Mig langar að spyrja: af hverju er þetta ekki gert í öllum byggðarlögum landsins? Það er ekki bara fólk í Reykjavík sem er hjálparþurfi en ef þessi þjónusta er þegar fyrir hendi hví ekki að auglýsa þá hvar hana er að fá í hverju byggðarlagi? Getur einhver svarað fyrirspurn minni? Er mæðrastyrksnefnd aðeins staðsett í Reykjavík?
Lífeyrisþegi.
Kápa tapaðist
ULLARKÁPA með háum kraga og rauðu fóðri og svörtum leðurhönskum í vösunum var tekin í misgripum á skemmtistaðnum Apótekinu sl. helgi, 11. okt. Ef einhver veit um afdrif kápunnar minnar, vinsamlegast hafðu samband í síma 822-3739, fundarlaun í boði fyrir finnanda.
Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is