STJÓRN kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi krefst uppgjörs við efnahags- og peningamálastefnuna undanfarna áratugi, segir í ályktun frá stjórninni. „Ljóst er að forsendur fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 27.

STJÓRN kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi krefst uppgjörs við efnahags- og peningamálastefnuna undanfarna áratugi, segir í ályktun frá stjórninni.

„Ljóst er að forsendur fyrir stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 27. maí 2007 eru gjörbreyttar og sá tími, sem þá virtist vera til umþóttunar um aðildarviðræður við ESB er liðinn, þær viðræður þurfa stjórnvöld að hefja strax. Ísland hefur leitað aðstoðar alþjóðasamfélagsins en það þarf líka að gera róttækar breytingar á stjórn efnahagsmála, bæði á hinum pólitíska vettvangi og innan stjórnkerfisins, með uppstokkun embætta og stórefldu eftirliti í viðskiptalífinu,“ segir meðal annars í ályktuninni, sem stjórnin samþykkti á fundi um helgina.