JÖKLAR landsins hafa rýrnað umtalsvert í sumar. Þetta er niðurstaðan af árlegum mælingum Jöklarannsóknafélags Íslands. Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings hefur þessi þróun staðið allt frá árinu 1995.

JÖKLAR landsins hafa rýrnað umtalsvert í sumar. Þetta er niðurstaðan af árlegum mælingum Jöklarannsóknafélags Íslands.

Að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings hefur þessi þróun staðið allt frá árinu 1995. Jöklar hafa hopað öll árin síðan þá og rýrnun þeirra hefur verið meiri og hraðari eftir því sem árin líða. Stærstu jöklarnir hafa hopað um 50-100 metra á ári. Undan jöklunum kemur landsvæði sem mannlegt auga hefur ekki séð síðan um siðaskipti 1550. Setlög hafa leitt í ljós að blómlegar sveitir hafa farið undir jökul þegar harðindatímar gengu í garð. 11