Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson
ÞÆR fréttir bárust um helgina að handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson væri á leið til danska liðsins Glostrup sem leikur í 2. deild þar í landi. Morgunblaðið náði í Ólaf í gær sem sagðist ekkert hafa að segja.

ÞÆR fréttir bárust um helgina að handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson væri á leið til danska liðsins Glostrup sem leikur í 2. deild þar í landi. Morgunblaðið náði í Ólaf í gær sem sagðist ekkert hafa að segja. „Ég er hugsanlega á leið í dönsku 2. deildina. Ég get alveg sagt það. En ég er líka hugsanlega á leið í dýragarð á eftir,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið.

RÚV greindi frá því í fréttum sínum á laugardag að liðið sem um ræddi héti Glostrup og væri í eigu skartgripasala í Danmörku sem ætlaði liðinu stóra hluti, lið sem væri á hraðri uppleið og myndi því líklega leika í efstu deildinni á næstu leiktíð.

„Það er engin frétt í þessu. Ef ég væri búinn að skrifa undir einhvern samning væri það frétt. Það gæti gerst núna á næstu dögum. Kannski gerist það ekki. Ég get ekkert sagt því það er ekkert staðfest í þessu. Ég er bara að spá í að fara í þetta lið,“ sagði Ólafur sem sagði jafnframt að Ciudad Real væri líka ennþá inni í myndinni hjá sér. thorkell@mbl.is