Ópið eftir Edvard Munch.
Ópið eftir Edvard Munch.
TJÁNING og tilvist: námskeið um expressionisma í myndlist og tilvistarstefnu í heimspeki á 20. öldinni og í samtímanum hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á fimmtudaginn. Það er Ólafur Gíslason listgagnrýnandi sem kennir á námskeiðinu.

TJÁNING og tilvist: námskeið um expressionisma í myndlist og tilvistarstefnu í heimspeki á 20. öldinni og í samtímanum hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á fimmtudaginn. Það er Ólafur Gíslason listgagnrýnandi sem kennir á námskeiðinu. Á því verður arfur expressionismans og tilvistarstefnunnar tekinn til endurskoðunar, sögulegar og hugmyndalegar rætur hans kannaðar og reynt að leggja mat á þýðingu hans í samtímanum.

Námskeiðið stendur frá 30. október til 27. nóvember. Nánar á www.endurmenntun.is.