Stjórnarflokkarnir tveir njóta samanlagt stuðnings 65,2% þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hins vegar styðja aðeins 41,3% kjósenda ríkisstjórnina.

Stjórnarflokkarnir tveir njóta samanlagt stuðnings 65,2% þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Hins vegar styðja aðeins 41,3% kjósenda ríkisstjórnina. Það er því töluverður hópur, sem leggur ekki að jöfnu stuðning við flokk og stuðning við stjórn.

Athyglisverðast við könnunina er að þessar óánægjuraddir eru nær allar Samfylkingarmegin. 94,4% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins styðja stjórnina, en aðeins 51,7% stuðningsmanna Samfylkingarinnar.

Könnunin sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að missa fylgi og er nú kominn niður í 29,2%. Samfylkingin er hins vegar komin upp í 36%.

Lítur helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar svo á að hún sé nauðug viljug í ríkisstjórn?

Stundum virðast liðsmenn flokksins í það minnsta bæði vera í stjórn og stjórnarandstöðu.

Það er eðlilegt að reiði beinist að Sjálfstæðiflokknum vegna hruns íslensks fjármálakerfis. Stjórnarseta hans er samtvinnuð uppgangi þess kerfis og falli.

Samfylkingin krafðist þess hins vegar ekki beinlínis að tekið yrði á veikleikunum og skipt um kúrs, jafnvel þótt bent væri á hætturnar í skýrslum, sem hún lét gera fyrir sig í aðdraganda síðustu kosninga.

Hreinleikinn fæst ekki í hálfum skömmtum.