Fyrir stuttu Guy Ritchie og Madonna í september.
Fyrir stuttu Guy Ritchie og Madonna í september. — Reuters
LÍFIÐ heldur áfram hjá leikstjóranum Guy Ritchie þó að hann sé að skilja við poppsöngkonuna Madonnu. Um helgina sást til hans gera sér glaðan dag með leikurunum Jude Law og Robert Downey Jr.

LÍFIÐ heldur áfram hjá leikstjóranum Guy Ritchie þó að hann sé að skilja við poppsöngkonuna Madonnu. Um helgina sást til hans gera sér glaðan dag með leikurunum Jude Law og Robert Downey Jr.

Hann brosti framan í ljósmyndara er hann sótti myndlistarsýningu náins vinar síns, Sam Taylor Wood, í White Cube galleríinu í London ásamt Law og Downey Jr.

Þríeykið ákvað að gera sér dagamun eftir langar og strangar tökur á kvikmynd um Sherlock Holmes sem Ritchie leikstýrir. Downey Jr. fer með hlutverk spæjarans fræga en Law leikur aðstoðarmann hans, dr. Watson.

Þetta var fyrsta skipti sem Ritchie sást fara út eftir að hann og Madonna tilkynntu skilnað sinn fyrir rúmri viku.

Leikstjórinn heldur nú að hin 50 ára söngkona sé að njósna um sig til að fá eitthvað bitastætt sem hún getur notað gegn honum í skilnaðarbaráttunni. Hann hefur líkt þessari aðgerð Madonnu við KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna á tímum kalda stríðsins, og á að hafa sagt við hana: „Þetta er skilnaður, ekki stríð.“ Haft var eftir vini Ritchie að allar vonir hans um að skilnaðurinn færi vel fram og fyrir utan kastljós fjölmiðla séu farnar út í veður og vind.