ÚTGERÐARMENN taka því fagnandi að Íslendingum skuli eftir margra ára málaleitan vera boðið að taka þátt í fundi í lok mánaðarins um stjórnun makrílveiða.

ÚTGERÐARMENN taka því fagnandi að Íslendingum skuli eftir margra ára málaleitan vera boðið að taka þátt í fundi í lok mánaðarins um stjórnun makrílveiða. „Þó að okkur sé boðið að taka þátt í þessum fundi sem áheyrnarfulltrúum lítum við á okkur sem fullgilda þátttakendur á svona fundum,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Aðalmálið er að taka þátt í samningaviðræðum um stjórnun og skiptingu á þessum stofni. Þetta er jákvætt fyrsta skref,“ sagði Friðrik. Íslendingar hafa veitt um 112 þúsund tonn af makríl í ár og má áætla að verðmæti aflans sé um sex milljarðar króna. | 18