TÍMAMÓT urðu í lífi Palestínumanna í gær en þá léku þeir í fyrsta sinn knattspyrnulandsleik á heimavelli. Keppt var við lið Jórdaníu á eina vellinum á Vesturbakkanum sem talinn var duga.

TÍMAMÓT urðu í lífi Palestínumanna í gær en þá léku þeir í fyrsta sinn knattspyrnulandsleik á heimavelli. Keppt var við lið Jórdaníu á eina vellinum á Vesturbakkanum sem talinn var duga. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, tók þátt í að lagfæra völlinn fyrir fjórar milljónir dollara.

Vináttulandsleikurinn fór 1-1. Lið Palestínumanna er neðarlega á heimslistanum, númer 180 af alls 207. En fyrir aðeins tveim árum var staðan betri, þá var liðið númer 115.

Leikmenn Palestínu komu frá bæði Vesturbakkanum, Gaza og einn frá Chile. Fimm þeirra voru frá Gaza en fyrirliðinn, sem er líka frá Gaza, fékk ekki leyfi hjá Ísraelum til að koma og keppa.

kjon@mbl.is