Finnur Sveinbjörnsson
Finnur Sveinbjörnsson
FINNUR Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings, hefur óskað eftir því við stjórn bankans að laun hans lækki um 200 þúsund krónur á mánuði. Þau eru núna 1.950 þúsund.

FINNUR Sveinbjörnsson, forstjóri Nýja Kaupþings, hefur óskað eftir því við stjórn bankans að laun hans lækki um 200 þúsund krónur á mánuði. Þau eru núna 1.950 þúsund. Fallist stjórnin á það verður Finnur með jafnhá laun og Birna Einarsdóttir, forstjóri Nýja Glitnis. Ekki hafa fengist upplýsingar hjá stjórn Nýja Landsbankans né Elínu Sigfúsdóttir bankastjóra um hvað hún hefur í mánaðarlaun.

Finnur sagði í viðtali við Morgunblaðið á laugardaginn að stjórn Kaupþings hefði boðið honum þessi laun. Hann vissi þá ekki hvaða laun aðrir bankastjórar ríkisbankanna höfðu. Í samráði við stjórn Kaupþings fannst honum rétt að upplýsa um launin þegar um það var spurt. bjorgvin@mbl.is