Mohammad Ali Khatibi, olíumálaráðherra Írans, segir ekki útilokað að draga þurfi enn frekar úr olíuframleiðslu OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja.

Mohammad Ali Khatibi, olíumálaráðherra Írans, segir ekki útilokað að draga þurfi enn frekar úr olíuframleiðslu OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja. Olíumálaráðherrar OPEC ákváðu í síðustu viku að draga úr framleiðslunni um 1,5 milljónir tunna á dag vegna gífurlegs verðfalls.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað áfram þrátt fyrir það. Fatið af hráolíu er komið niður fyrir 65 Bandaríkjadali. the@mbl.is