Spilarinn Kantar. Norður &spade;DG84 &heart;G975 ⋄42 &klubs;D63 Vestur Austur &spade;10975 &spade;K2 &heart;862 &heart;3 ⋄G76 ⋄ÁKD983 &klubs;1087 &klubs;KG93 Suður &spade;Á63 &heart;ÁKD104 ⋄105 &klubs;Á42 Suður spilar 4&heart;.

Spilarinn Kantar.

Norður
DG84
G975
42
D63
Vestur Austur
10975 K2
862 3
G76 ÁKD983
1087 KG93
Suður
Á63
ÁKD104
105
Á42
Suður spilar 4.

Flest spilin sem kennd eru við Eddie Kantar eru úr einhverri bóka hans þar sem hann greinir gjarnan frá afrekum annarra spilara. Ekki þetta. Hér var Kantar sjálfur við stýrið, sagnhafi í 4, eftir að austur hafði tvímeldað tígul. Vestur kom út í lit félaga síns og austur tók þar tvo slagi, en skipti síðan yfir í tromp. Vandi sagnhafa er mikill, tapslagur á spaða blasir við og einn til tveir í laufi. Hvað er til ráða?

Kantar leysti málið þannig: Eftir aftrompun lagði hann niður Á og spilaði svo litlum spaða frá báðum höndum! Sem sagt, gaf sér að austur ætti Kx, enda engin von í annarri legu. Réttlætið sigraði, austur átti kónginn annan og laufkónginn líka. Austur spilaði laufi, en Kantar renndi því á drottninguna og henti svo laufi í fríspaða.