Sældarlíf Það er ekkert slor að vera köttur ef maður er með 1 útsýnissvalir á besta stað 2 þægilega stiga til að príla eftir 3 hurðir á réttum stað til að komast allra sinna ferða og 4 nóg af skotum til að fela sig.
Sældarlíf Það er ekkert slor að vera köttur ef maður er með 1 útsýnissvalir á besta stað 2 þægilega stiga til að príla eftir 3 hurðir á réttum stað til að komast allra sinna ferða og 4 nóg af skotum til að fela sig.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ARKITEKTAR japanska fyrirtækisins Asahi Kasei hafa tekið sig til og búið til óskaheimili kattaunnenda. Heimilið er þannig hannað að hugað er að öllum þörfum kattarins í bak og fyrir.

ARKITEKTAR japanska fyrirtækisins Asahi Kasei hafa tekið sig til og búið til óskaheimili kattaunnenda.

Heimilið er þannig hannað að hugað er að öllum þörfum kattarins í bak og fyrir. Ekki er nóg með að kattalúgur séu á öllum helstu hurðum og gluggum, heldur er búið að koma fyrir kattarvænum stigum hér og þar sem kettirnir geta prílað eftir til að komast á hillur og bita í loftinu og þannig horft niður á eigendur sína og gesti úr hæfilegu skjóli.

Inni og úti

Kattaheimilið er búið afgirtu ytra rými þar sem kisur geta fengið sér ferskt loft en það er hæpið að nokkur köttur myndi vilja flýja frá svona notalegu heimili hvort eð er því það er meira að segja búið að gera á vegina göt þar sem lítil ljón geta falið sig í næði, nú eða setið fyrir eigandanum.

Að sjálfsögðu hefur sandkassanum verið lyft á stall, við hliðina á mannaklósettinu og er vart hægt að finna þann krók eða kima sem ekki hefur verið lagaður sérstaklega að þörfum kattarins.

Hundarnir líka

Þeir sem eru lítið hrifnir af köttum kunna kannski að meta hundahúsið sem Asahi Kasei hefur hannað. Auðvitað eru þarfir hunda öllu hófstilltari en þarfir katta, en meðal annars er gætt að því að seppi geti komist vandræðalaust milli hæða og herbergja og eru notaleg skot til að lúra í hluti af innréttingunni.

Úti hefur verið komið fyrir handhægri sturtu og á grindverkinu sem umlykur eignina eru lítil göt sem forvitinn varðhundur getur rýnt út um.

http://www.asahi-kasei.co.jp/hebel/product/plus/cat-a.html