Almennur fundur Félags fréttamanna, sem haldinn var í gærkvöldi, samþykkti ályktun þar sem fundurinn harmar skilningsleysi útvarpsstjóra á hlutverki RÚV og afþakkar framvegis fréttalestur hans.

Almennur fundur Félags fréttamanna, sem haldinn var í gærkvöldi, samþykkti ályktun þar sem fundurinn harmar skilningsleysi útvarpsstjóra á hlutverki RÚV og afþakkar framvegis fréttalestur hans. Fundurinn hafnar alfarið boðuðum launalækkunum almennra starfsmanna undir hótun um brottrekstur. Starfsmannasamtök RÚV hafa boðað til fundar í hádeginu í dag til þess að ræða erfiða stöðu fyrirtækisins eftir að tilkynntur var um 700 milljóna kr. niðurskurður hjá RÚV með tilheyrandi uppsögnum. Mikil gremja ríkir hjá starfsmönnum RÚV og útiloka menn ekki að gripið verði til aðgerða í mótmælaskyni. 2