AUKNAR líkur eru nú á því að Bretar kasti pundinu og taki upp evru, að sögn Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

AUKNAR líkur eru nú á því að Bretar kasti pundinu og taki upp evru, að sögn Jose Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann sagði í samtali við frönsku útvarpsstöðina RTL/LCI í gær að ráðamenn í Bretlandi íhuguðu nú þessa stefnubreytingu vegna fjármálakreppunnar.

Gengi pundsins hefur fallið verulega síðustu mánuði en talsmenn stjórnar Gordons Browns í Bretlandi sögðu í gær að stefnan í gjaldmiðilsmálunum væri óbreytt. Barroso vitnaði í samtöl við ónafngreinda breska stjórnmálamenn, máli sínu til stuðnings, en viðurkenndi að meirihluti Breta væri andvígur upptöku evrunnar. kjon@mbl.is