MIG langar aðeins til að láta heyra í mér. Ég er alltaf að hlusta á alla tala út og suður um þessi vandræða-fjárhagsmál okkar Íslendinga og fáir eru sammála og fæstir þeirra líta þau sömu augum og sama gildir um úrræði.

MIG langar aðeins til að láta heyra í mér. Ég er alltaf að hlusta á alla tala út og suður um þessi vandræða-fjárhagsmál okkar Íslendinga og fáir eru sammála og fæstir þeirra líta þau sömu augum og sama gildir um úrræði.

Mér finnst fyrir það fyrsta að athuga beri hvort ríkistjórn Íslands og seðlabanki hafi staðið löglega að því að hernema bankana eins og þau gerðu og rústa með því krónuna og fjárhag bankanna og einnig hvaða rétt Bretar höfðu til að setja hryðjuverkalögin á okkur.

Mér finnst líka sorglegt að heyra samfylkingarfólk stöðugt vera að hrópa eftir evru og Evrópusambandsaðild sem er ekki til neins nema vinna gegn krónunni. Hvað græðir Samfylkingin á að eyðilegga krónuna. Mér finnst einhvernveginn að það sé unnið taktfast að því að rústa krónuna. Það væri fróðlegt að vita hverjir græða mest á því. Ingibjörg Sólrún og aðrir Evrópusinnar. Þið munið víst ekki eftir því þegar við heyrðum undir Dani og þurftum að gera okkur að góðu að éta maðkað mjöl á hallærisárunum. Þið hafið nú séð hvernig vinaþjóðirnar brugðust við vanda okkar núna. Það minnir okkur á gamalt spakmæli úr Hávamálum sem hljóðar þannig: Deyr fé deyja frændur.

Nú langar mig til að gera það að tillögu minni að við stækkum krónuna þannig að það sem við borgum í búðinni í dag og kostar fimm krónur borgum við eina krónu fyrir á morgun. Eins verði farið með allt verðlag og viðskipti. Það þyrfti nú líklega að hafa krónurnar fleiri á móti einni og á meðan þetta yrði allt athugað og reiknað upp á nýtt. Nauðsynlegt væri að stöðva öll viðskipti með krónur á meðan.

Það var hægt að taka tvö núllin burt 1980. Það hlýtur að vera eins hægt núna. Þetta er ofur einfalt. Erum við ekki frjáls þjóð í frjálsu landi? Segið að þetta sé ekki hægt. Gangi ykkur vel að leysa efnahagsvandann.

Guðrún Eiríksdóttir, Hlíð í Hjaltadal.