Kór Áskirkju
Kór Áskirkju
KÓR Áskirkju fagnar útgáfu á jóladiskinum Það aldin út er sprungið með tónleikum í kirkjunni kl. 20 í kvöld. Þar syngur kórinn íslensk og erlend jólalög án undirleiks undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

KÓR Áskirkju fagnar útgáfu á jóladiskinum Það aldin út er sprungið með tónleikum í kirkjunni kl. 20 í kvöld. Þar syngur kórinn íslensk og erlend jólalög án undirleiks undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.

Í fréttatilkynningu frá kórnum segir að á tónleikunum hljómi perlur sem allir kannist við, í hefðbundnum sem og óhefðbundnum útsetningum, ásamt minna þekktum kórverkum. Tónleikarnir bera einnig yfirskriftina Það aldin út er sprungið . Einsöngvarar eru úr röðum kórfélaga.

Aðgangur er ókeypis.