— AP
VAÐIÐ yfir Markúsartorgið í Feneyjum í gær. Flóðhæðin var vegna mikils roks, sú mesta sem mælst hefur í yfir 20 ár en torgið fræga er lægsti hluti borgarinnar. Vatnsborðið var 1,56 metrum hærra en torgið þegar mest var. Árið 1966 urðu um 5.
VAÐIÐ yfir Markúsartorgið í Feneyjum í gær. Flóðhæðin var vegna mikils roks, sú mesta sem mælst hefur í yfir 20 ár en torgið fræga er lægsti hluti borgarinnar. Vatnsborðið var 1,56 metrum hærra en torgið þegar mest var. Árið 1966 urðu um 5.000 Feneyingar að flýja heimili sitt vegna enn meiri flóða. Borgin hefur á umliðnum öldum verið að síga í sæ en reynt verður að hamla gegn því með því að búa til neðanjarðarlón.