Alsælir Boðsundsveit Aspar, í grænröndóttum búningum, hafnaði í 1. sæti og fagnar verðskulduðum sigri á verðlaunapallinum.
Alsælir Boðsundsveit Aspar, í grænröndóttum búningum, hafnaði í 1. sæti og fagnar verðskulduðum sigri á verðlaunapallinum. — Morgunblaðið/Golli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAÐ var margt um manninn í Laugardalnum um helgina, en þá fór fram Íslandsmótið í sundi fatlaðra. Óvenju góð þátttaka var í ár, eða um 80 þátttakendur og féllu þar 11 Íslandsmet samtals.

ÞAÐ var margt um manninn í Laugardalnum um helgina, en þá fór fram Íslandsmótið í sundi fatlaðra. Óvenju góð þátttaka var í ár, eða um 80 þátttakendur og féllu þar 11 Íslandsmet samtals. Alls tóku níu lið þátt, ÍFR, Fjölnir, Fjörður, Óðinn, Ösp, Þjótur, Nes, Ívar og Ármann. Kristín Rós Hákonardóttir var þulur og áritaði bók sína um leið, enda dáð fyrir afrek sín í sundlauginni.

Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is

„ÞETTA var frábært mót, því það vill oft koma smá lægð eftir Ólympíuleika. Það voru fleiri keppendur nú en í fyrra og var gaman að fá Sundfélagið Óðin frá Akureyri, sem fjölmennti. En 11 met er býsna gott og margir ungir og efnilegir sundgarpar létu ljós sitt skína,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, landsliðsþjálfari í sundi, en hún var yfirdómari mótsins.

Landsliðsmenn bættu sig

„Eyþór Þrastarson synti vel og bætti sig í tíma og nálgast nú metin hans Birkis Rúnars óðum. Pálmi Guðlaugsson stóð sig einnig vel, bætti sig í öllum greinum nema einni. En annars er framtíðin björt sýnist manni. Krakkarnir stefna alltént hátt,“ sagði Kristín.

Íslandsmetin 11 eru eftirfarandi.

50 m frjáls aðferð:

Pálmi Guðlaugsson, Fjölni, S6 38,39

Björn D. Daníelsson, ÍFR, S10 51,27

100 m frjáls aðferð.

Pálmi Guðlaugss, Fjölni, S6 1:25,28

200 m frjáls aðferð.

Pálmi Guðlaugss, Fjölni, S6 3:02,51

100 m baksund.

Pálmi Guðlaugss, Fjölni, S6 1:42,21

100 m flugsund.

Pálmi Guðlaugss, Fjölni, S6 1:41,38

50 m bringusund.

Hrafnkell Björnss, ÍFR, SB5 1:12,22

Marinó I. Adolfss, ÍFR, SB7 1:23,27

Anna K. Jensd., ÍFR, SB5 1:11,91

100 m bringusund.

Vignir G. Haukss, ÍFR, SB5 2:46,11

Anna K. Jensd., ÍFR. SB5 2:32,63.

Íþróttasamband fatlaðra fagnar þrítugsafmæli sínu á næsta ári og segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri sambandsins, mikið starf framundan. „Næstu verkefni eru kosning íþróttamanns og -konu ársins úr röðum fatlaðra þann 10. desember og þá er árlegt nýárssundmót barna og unglinga þann 4. janúar. Það verður mikið að gerast á afmælisárinu 2009, en þar horfum við helst til verkefna innanlands. Þó ber að nefna barna- og unglingamótið sem fram fer í Eskilstuna í Svíþjóð fyrir aldursflokkinn 12-16 ára, en þar hafa helstu íþróttastjörnur Íslands komið fram á sjónarsviðið, hvort sem um ræðir Kristínu Rós Hákonardóttur, Geir Sverrisson eða Eyþór Þrastarson,“ sagði Ólafur að lokum.