Sveit Ljósbrár Baldursdóttur vann parasveitakeppnina Sveit Ljósbrár Baldursdóttur sigraði í Íslandsmótinu í parasveitakeppni sem fram fór um helgina.

Sveit Ljósbrár Baldursdóttur vann parasveitakeppnina

Sveit Ljósbrár Baldursdóttur sigraði í Íslandsmótinu í parasveitakeppni sem fram fór um helgina.

Í sveit Ljósbrár Baldursdóttur voru auk hennar Sigurbjörn Haraldsson (þau voru einnig langefst í Butlerútreikningi með 1.09), Hjördís Sigurjónsdóttir og Kristján Blöndal.

Í 2. sæti urðu Guðlaug Márusdóttir, Birkir Jónsson, Anna Ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Valur Sigurðsson. Hér sannast enn að bridsíþróttin er fyrir alla aldurshópa. Guðlaug amma Birkis gefur ekkert eftir þótt hún sé orðin ríflega 80 ára.

3. sæti Esjan, Ólöf Þorsteinsdóttir – Kristján M. Gunnarsson og Una Sveinsdóttir – Pétur Ö. Guðjónsson.

Eftir fyrri dag hafði sveitin Vogunarsjóður tekið 17 stiga forystu en aðrar sveitir voru í einum hnapp þar á eftir. Keppnin var afar spennandi fram á síðustu stundu. Eftir 10 umferðir af 13 var röðin svona:

Vogunarsjóður 172, Plastprent 166, Ljósbrá 164 og Guðlaug Márusd. 159.

Eftir þetta héldu Ljósbrá engin bönd og hennar sveit fékk 24, 23 og 25 stig í síðustu þremur leikjunum.

Lokastaða: Ljósbrá 236, Guðlaug Márusd. 213, Esjan 206. Plastprent og Vogunarsjóður 205.

Dagskrá næstu helgar:

5. des. Íslandsmót í sagnkeppni.

6. des. Íslandsmót í Butlertvímenningi.